Climate Science Glossary

Term Lookup

Enter a term in the search box to find its definition.

Settings

Use the controls in the far right panel to increase or decrease the number of terms automatically displayed (or to completely turn that feature off).

Term Lookup

Settings


All IPCC definitions taken from Climate Change 2007: The Physical Science Basis. Working Group I Contribution to the Fourth Assessment Report of the Intergovernmental Panel on Climate Change, Annex I, Glossary, pp. 941-954. Cambridge University Press.

Home Arguments Software Resources Comments The Consensus Project Translations About Support

Twitter Facebook YouTube Mastodon MeWe

RSS Posts RSS Comments Email Subscribe


Climate's changed before
It's the sun
It's not bad
There is no consensus
It's cooling
Models are unreliable
Temp record is unreliable
Animals and plants can adapt
It hasn't warmed since 1998
Antarctica is gaining ice
View All Arguments...



Username
Password
New? Register here
Forgot your password?

Latest Posts

Archives

Hlýnunin er af völdum Kyrrahafssveiflunnar (PDO)

Það sem vísindin segja...

Það er engin leitni í PDO og þar með getur PDO ekki verið orsök leitninnar í hinni hnattrænu hlýnun.

Röksemdir efasemdamanna...

Hlýnunin er af völdum Kyrrahafssveiflunnar (Pacific Decadal Oscillation-PDO). Það fer eftir því í hvaða fasa PDO er hvert hitastig jarðar er, á 20-30 ára tímabilum er PDO í kuldafasa og svipaðan tíma í hlýjum fasa.

Kyrrahafssveiflan (The Pacific Decadal Oscillation - PDO) er loftslagsfyrirbæri í Norður Kyrrahafi. Sveiflan er á milli heitari fasa (jákvæð gildi) og kaldari fasa (neikvæð gildi) sem hvor um sig stendur yfir í 10-40 ár. Fasarnir eru í tengslum við yfirborðshita sjávar (sea surface temperatures - SST). Þótt óvíst sé með orsakir PDO sveiflunnar, þá eru afleiðingar einna helst breytingar á sjó í norðaustanverðu Kyrrahafi og breytingar á brautum skotvinda (e. jet stream) í háloftunum.

Athyglisvert er þó að þessar fasabreytingar eru ekki fastur punktur í tilverunni við Kyrrahafið; oft á tíðum koma styttri tímabil hlýrra ára (1-5) inn í köldu fasana og köld ár þegar sveiflan er í hlýjum fasa. Auk þess er skiptingin í "kaldan" og "hlýjan" fasa ekki eins lýsandi og virðist við fyrstu sýn. Kaldi fasinn tengist t.d. mjög háum sjávarhita í Norður-Kyrrahafi (sjá mynd hér fyrir neðan).

 

 
Mynd 1: PDO hlýr fasi (vinstri) og kaldur fasi (hægri). Mynd frá JISAO.

Ein leið til að kanna þessi rök er að teikna upp hnattræna hitabreytingu samhliða PDO gildinu (sjá hér að neðan). Það sem kemur í ljós er að þrátt fyrir að PDO gildið hafi skammtíma áhrif á hitastig, þá hefur hinn hnattræni hiti ákveðna leitni upp á við, en PDO sýnir enga slíka leitni.

Mynd 2: PDO gildi Kyrrahafssveiflunnar (blá lína, Háskólinn í Washington) teiknað til samanburðar við hnattrænt hitafrávik Jarðar (rauð lína - GISS Hiti). Mýktar línur og leitni teiknuð að auki.

Náttúrulegar sveiflur, líkt og PDO, færa til hita um og milli sjávar og andrúmslofts. Þannig sveiflur hvorki mynda hita, né halda honum til lengdar - þar með geta náttúrulegar sviflur ekki valdið langíma leitni í hita, aðeins skammtíma sveiflur. Í raun eru þær dæmi um innri breytileika en ekki utanaðkomandi geislunarálag. Ef PDO væri valdur að hlýnun andrúmsloftsins, þá væru úthöfin að kólna, sem er ekki að gerast.

Þetta kemur í raun ekki á óvart. Langtíma leitni hlýnunar er afleiðing orkuójafnvægis orsakað að mestu af aukningu á gróðurhúsalofttegundum í lofthjúpnum.  Á hinn bóginn er PDO sem er náttúruleg sveifla og hvorki eykur né minnkar heildarorku loftslagskerfa.

Translation by Hoskibui, . View original English version.



The Consensus Project Website

THE ESCALATOR

(free to republish)


© Copyright 2024 John Cook
Home | Translations | About Us | Privacy | Contact Us