Climate Science Glossary

Term Lookup

Enter a term in the search box to find its definition.

Settings

Use the controls in the far right panel to increase or decrease the number of terms automatically displayed (or to completely turn that feature off).

Term Lookup

Settings


All IPCC definitions taken from Climate Change 2007: The Physical Science Basis. Working Group I Contribution to the Fourth Assessment Report of the Intergovernmental Panel on Climate Change, Annex I, Glossary, pp. 941-954. Cambridge University Press.

Home Arguments Software Resources Comments The Consensus Project Translations About Support

Twitter Facebook YouTube Mastodon MeWe

RSS Posts RSS Comments Email Subscribe


Climate's changed before
It's the sun
It's not bad
There is no consensus
It's cooling
Models are unreliable
Temp record is unreliable
Animals and plants can adapt
It hasn't warmed since 1998
Antarctica is gaining ice
View All Arguments...



Username
Password
New? Register here
Forgot your password?

Latest Posts

Archives

Röksemdir Efasemdamanna og það sem Vísindin Segja

Blog Posts

Röksemdir efasemdamanna Það sem vísindin segja
1 "Afsanna loftslagsbreytingar fyrri tíma, hlýnun jarðar af mannavöldum?"

Náttúrulegar loftslagsbreytingar fyrri tíma sýna fram á viðkvæmni loftslags við breytingm í orkujafnvægi. Þegar Jörðin safnar í sig hita, hækkar hnattrænt hitastig. Sem stendur er CO2 að auka orkuójafnvægi vegna aukinna gróðurhúsáhrifa. Fyrri loftslagsbreytingar veita okkur sönnun fyrir viðkvæmni loftslags við breytingum á CO2

2 "Er hlýnun jarðar slæm?"

Neikvæð áhrif hlýnunar Jarðar á landbúnað, heilsu og umhverfi yfirskyggja jákvæðu áhrif hlýnunarinnar.

3 "Er ís á Suðurskautinu að minnka eða aukast?"

Á meðan jökulbreiðan þykknar á hálendi Austur Suðurskautsins, þá er jökulbreiða Suðurskautsins í heild að minnka og á auknum hraða. Hafís umhverfis Suðurskautið er aftur á móti að aukast þrátt fyrir hlýnun Suðuríshafsins.

4 "Jafnvægissvörun loftslags er lág" Jafnvægissvörun loftslags hefur verið reiknað út frá beinum mælingum, með því að bera saman fyrri hitastigsbreytingar við náttúrulegt geislunarálag loftslags þess tíma. Mörg tímabil í jarðsögunni hafa verið rannsökuð á þennan hátt og það er almenn sátt um að jafnvægissvörun loftslags sé um 3°C
5 "Eru jöklar að hopa eða stækka? "

Þótt einstök tilfelli heyrist af stækkandi jöklum þá er leitnin yfirgnæfandi í átt til hops (minnkunar) jökla, hnattrænt séð. Í raun þá eykst hraði bráðnunar sífellt og hefur gert það frá miðjum áttunda áratugarins.

6 "Eru auknir öfgar í veðri tengdir hnattrænni hlýnun?"

Hnattræn hlýnun eykur líkurnur á öfgum í veðri.

7 "Eru einhverjar sjávarstöðubreytingar í gangi?"

Ris í sjávarstöðu er mælt á margskonar hátt og sýna þær mælingar töluvert samræmi - setkjarnar, sjávarfallamælingar, gervihnattamælingar. Það sem þær mælingar sýna er að ris sjávarstöðu er stöðugt og hefur farið vaxandi síðustu öld.

8 "Vatnsgufa er öflugasta gróðurhúsalofttegundin."

Vatnsgufa er mikilvægasta gróðurhúsalofttegundin. Vatnsgufa er einnig ráðandi við svokallaða magnandi svörun í loftslaginu og magnar upp þá hlýnun sem að breyting í styrk CO2 í andrúmsloftinu veldur. Út af þessari magnandi svörun, þá er loftslag mjög viðkvæmt fyrir hlýnun af völdum CO2.

9 "Er hafís Norðurskautsins að jafna sig?"

Útbreiðsla hafíss segir okkur hvert ástandið á hafísnum er við yfirborð sjávar, en ekki þar undir. Hafís Norðurskautsins hefur stöðugt verið að þynnast og jafnvel síðustu tvö ár á meðan útbreiðslan hefur aukist lítillega. Af því leiðir að heildar magn hafíss á Norðurskautinu árið 2008 og 2009 er það minnsta frá upphafi mælinga.

10 "Af hverju kólnaði um miðja síðustu öld? "

Það eru ýmiss konar geislunarálög sem hafa áhrif á loftslag (t.d. örður í heiðhvolfinu og breytingar í sólvirkni). Þegar geislunarálag frá þessum mismunandi þáttum eru teknir saman, þá sýna þeir gott samband við hnattrænan hita - alla síðustu öld, einnig um miðja öldina. Auk þess, þá hefur geislunarálag frá gróðurhúsalofttegundum og þá aðallega CO2 verið ráðandi þáttur í þróun hitastigs síðustu 35 ár.

11 "Er meiri styrkur CO2 í fortíðinni ekki í mótsögn við áhrif hlýnunar af völdum CO2? "

Þegar styrkur CO2 var þetta hár á fyrri tímabilum jarðsögunnar, þá var styrkur sólar einnig minni. Sameiginleg áhrif sólar og CO2 sýna góða samsvörun við loftslagsbreytingar.

12 "Hlýnunin er af völdum Kyrrahafssveiflunnar (PDO)"

Það er engin leitni í PDO og þar með getur PDO ekki verið orsök leitninnar í hinni hnattrænu hlýnun.

13 "Ef vísindamenn geta ekki spáð fyrir um veðrið, hvernig geta þeir þá spáð fyrir um loftslag fram í tíman?"

Veður er sveiflukennt og erfitt að spá fram í tíman. Loftslag, aftur á móti er í raun meðaltal veðurs í langan tíma. Með því að taka tölfræði veðurs yfir langan tíma þá eyðast sveiflur, sem gera loftslagslíkönum kleyft að spá með góðu móti um loftslagsbreytingar framtíðar.  

14 "Eru loftslagsvísindin útkljáð?"

Vísindin eru aldrei 100% útkljáð - vísindi snúast um að minnka óvissu. Mismunandi svið vísinda eru þekkt með mismunandi vissu. Sem dæmi, þá er þekkingin minni á því hvaða áhrif örður hafa á loftslagsbreytingar, heldur en hlýnunaráhrif CO2. Þeir þættir sem minna er vitað um breyta ekki þeirri staðreynd að loftslagsvísindin eru mjög vel ígrunduð.

15 "Þeir breyttu því úr hnattrænni hlýnun yfir í loftslagsbreytingar"

Því hefur lengi verið haldið fram  að einhverjir óskilgreindir "þeir" hafi breytt nafninu úr "hnattrænni hlýnun" yfir í "loftslagsbreytingar". Í raun lýsa þessi tvö heiti tveimur mismunandi hlutum og hafa þessi heiti verið notuð jafnhliða í áratugi. Einu aðilarnir sem hafa gert það að markmiði sínu að skipta yfir í heitið loftslagsbreytingar - eru "efasemdamenn" um hnattræna hlýnun.

16 "Af hverju eru færri veðurstöðvar og hver eru áhrif þess?" Samanburður á gögnum er varða leitni hitastigs frá þeim stöðvum sem voru teknar út og frá þeim stöðvum sem haldið var inni í gagnaröðinni sýnir að stöðvarnar sem voru teknar út eru með örlítið lægri hitaleitnilínu. Fækkun veðurstöðva (þar sem færri stöðvar eru tiltækar) hefur raunverulega orðið til þess að leitni hitastigs er aðeins minni en ella, en munurinn er hverfandi síðan 1970.
17 "Er hlýnunin af völdum innri breytileika? "

Með því að lesa grein Tsonis o.fl. þá sést að innri breytileiki í loftslagssveiflum veldur því að hlýnunina hægir á sér og eykur hraðann tímabundið. Þegar þessi innri breytileiki er tekin í burtu þá er einsleit og aukin hlýnun einkennandi fyrir 20. öldina.



The Consensus Project Website

THE ESCALATOR

(free to republish)


© Copyright 2024 John Cook
Home | Translations | About Us | Privacy | Contact Us